Innlent

Til vand­ræða á hóteli og réðst svo á mann við Hlemm

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir aðeins frá tveimur málum í fréttaskeyti dagsins.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir aðeins frá tveimur málum í fréttaskeyti dagsins. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í dag vegna manns sem var til vandræða á hóteli í miðborginni. Maðurinn hafði þá ráðist á aðila á hótelinu. 

Í fréttaskeyti lögreglunnar kemur fram að sami maður hafi tveimur tímum síðar verið handtekinn eftir að hann réðst á mann fyrir utan Hlemm. Sá var vistaður í fangaklefa.

Þá fjarlægði lögregla aðila frá bráðamóttöku Landspítalans en sá hafði verið til vandræða.

Þetta var allt og sumt sem kom fram í fréttaskeytinu og því virðist dagurinn hafa verið nokkuð rólegur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×